Algjört frost í kjaraviðræðum BHM og ríkisins Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. júní 2015 14:24 Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
„Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32
Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00