Óttast ekki Ögmund vegna hugsanlegrar gjaldtöku Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 15:47 Ísólfur Gylfi segir að eitthvað verði að gera svo taka megi á móti öllum þessum ferðamönnum. Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira