Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2015 14:21 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45