Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2015 22:03 Ingunn Snædal segist ekkert botna í hegðun fólksins. Myndir/Ingunn Snædal „Þetta er svona á hverju einasta sumri og þetta er okkar veruleiki. Við höfum oft grínast með það að það væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið þegar það er að fara að gyrða niður um sig hérna fyrir framan,“ segir Ingunn Snædal sem birti mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. Rútan Ferðamiðlunar stoppaði á plani við Skjöldólfsstaði, austur í Jökuldal, um kvöldmatarleytið í kvöld en bærinn stendur við þjóðveg 1.Fararstjórinn ekki með nein svör „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti.“ Ingunn segir að þau hafi áður hringt í ferðaskrifstofur og beðist undan því að fá svona sendingar. „Viðbrögðin hafa verið misjöfn. Ég er ekki lengur með tölu á því hvaða ferðaskrifstofur þetta eru. Maður hringir kannski í eitthvað númer sem er gefið upp – stundum vísa menn hver á annan og enginn ber ábyrgð á neinu, stundum biðjast menn afsökunar í bak og fyrir. Núna náðum við í einhverja stúlku sem svaraði í símann hjá þessu fyrirtæki. Þegar maður flettir þessum fyrirtækjum upp á netinu þá sér maður að þetta eru ekki mjög stöndug fyrirtæki. Þetta er bara einhver „basic“ heimasíða og svo farsímanúmer þannig að það er ekki alltaf mjög mikið á bakvið öll þessi ferðaþjónustufyrirtæki. Maður veit ekki endilega við hvern maður er að tala. Það eru allir í þessum ferðaþjónustubransa að reyna að græða,“ segir Ingunn.Mynd/Google MapsIngunn segist svo sjálf ákveðið að fara út og taka mynd af bílnum. „Um leið og ég kom út sá ég fjóra útlendinga sem höfðu verið hérna á bakvið hús og ég sagði „What are you doing?!?„ Þeir svöruðu bara „We don‘t understand English.“ Ég held samt að þeir hafi skilið alveg nóg. Þetta er mjög skrýtið og ólýsanlega ömurlegt.“ Hún áætlar að þetta hafi verið milli tíu og fimmtán ferðamenn sem hafi farið upp í garðinn til að gera þarfir sínar. „Þeir eru bara sendir hingað. Þeim er sagt að fara hérna upp í garðinn. Það er bara þannig.“Voru þau bæði að gera númer eitt og tvö?„Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekki á leiðinni út í garðinn á næstunni. Mig langar það ekki. Þetta er svona trjágarður og það er ekki slegið á milli trjánna og svona. Það er hátt gras og ég er svo sannalega ekki að fara að vaða kúk hérna. Mér er í raun alveg sama hvort það er. Það er okkar reynsla að ef fólk ætlar að pissa þá gerir það það hérna á hlaðinu. Það er ósjaldan sem fólk pissar hérna á hlaðinu fyrir framan hjá okkur – rífur niður um sig á bílastæðinu og pissar. Það er bara daglegt brauð. Þegar fólk er að fara svona upp í garð þá er er það ekki síður til að gera númer tvö. Mig langar ekki til að leita að því. Nákvæmlega ekki neitt.“Önnur lögmál Ingunn finnst þessi hegðun svo ótrúlega dónaleg. „Ég hugsa að ég yrði nú tekin föst ef ég kæmi til Reykjavíkur og færi inn í garð í Bústaðahverfinu og gyrti niður um mig. Ég hugsa að það yrði kallað á lögreglu. Af því að þetta er úti á landi þá er eins og það gildi allt önnur lögmál, enginn einkaréttur og svo framvegis. Ég skil þetta heldur ekki. Ef ég væri í útlöndum þá færi ég ekki upp að einhverju íbúðarhúsi, leysti niður um mig og til að gera þarfir mínar. Bara aldrei! Svo er maður niðri á bensínplaninu og í 200 metra fjarlægð er hótel, bændagisting, kaffihús, salerni. Þau horfa beint á skiltið en samt eru ferðamennirnir sendir upp í garð til okkar.“Uppfært 11:30: Rétt er taka fram að rútan er í eigu Hópferðabíla Akureyrar, en leigð ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun. Framkoma ferðamannanna og fararstjóra er alls ekki á ábyrgð eða vegum Hópferðabíla Akureyrar.Þetta fína fólk frá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun, stoppaði við bensíntankinn hjá okkur í kvöld og sendi alla ú...Posted by Ingunn Snædal on Saturday, 18 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þetta er svona á hverju einasta sumri og þetta er okkar veruleiki. Við höfum oft grínast með það að það væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið þegar það er að fara að gyrða niður um sig hérna fyrir framan,“ segir Ingunn Snædal sem birti mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. Rútan Ferðamiðlunar stoppaði á plani við Skjöldólfsstaði, austur í Jökuldal, um kvöldmatarleytið í kvöld en bærinn stendur við þjóðveg 1.Fararstjórinn ekki með nein svör „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti.“ Ingunn segir að þau hafi áður hringt í ferðaskrifstofur og beðist undan því að fá svona sendingar. „Viðbrögðin hafa verið misjöfn. Ég er ekki lengur með tölu á því hvaða ferðaskrifstofur þetta eru. Maður hringir kannski í eitthvað númer sem er gefið upp – stundum vísa menn hver á annan og enginn ber ábyrgð á neinu, stundum biðjast menn afsökunar í bak og fyrir. Núna náðum við í einhverja stúlku sem svaraði í símann hjá þessu fyrirtæki. Þegar maður flettir þessum fyrirtækjum upp á netinu þá sér maður að þetta eru ekki mjög stöndug fyrirtæki. Þetta er bara einhver „basic“ heimasíða og svo farsímanúmer þannig að það er ekki alltaf mjög mikið á bakvið öll þessi ferðaþjónustufyrirtæki. Maður veit ekki endilega við hvern maður er að tala. Það eru allir í þessum ferðaþjónustubransa að reyna að græða,“ segir Ingunn.Mynd/Google MapsIngunn segist svo sjálf ákveðið að fara út og taka mynd af bílnum. „Um leið og ég kom út sá ég fjóra útlendinga sem höfðu verið hérna á bakvið hús og ég sagði „What are you doing?!?„ Þeir svöruðu bara „We don‘t understand English.“ Ég held samt að þeir hafi skilið alveg nóg. Þetta er mjög skrýtið og ólýsanlega ömurlegt.“ Hún áætlar að þetta hafi verið milli tíu og fimmtán ferðamenn sem hafi farið upp í garðinn til að gera þarfir sínar. „Þeir eru bara sendir hingað. Þeim er sagt að fara hérna upp í garðinn. Það er bara þannig.“Voru þau bæði að gera númer eitt og tvö?„Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekki á leiðinni út í garðinn á næstunni. Mig langar það ekki. Þetta er svona trjágarður og það er ekki slegið á milli trjánna og svona. Það er hátt gras og ég er svo sannalega ekki að fara að vaða kúk hérna. Mér er í raun alveg sama hvort það er. Það er okkar reynsla að ef fólk ætlar að pissa þá gerir það það hérna á hlaðinu. Það er ósjaldan sem fólk pissar hérna á hlaðinu fyrir framan hjá okkur – rífur niður um sig á bílastæðinu og pissar. Það er bara daglegt brauð. Þegar fólk er að fara svona upp í garð þá er er það ekki síður til að gera númer tvö. Mig langar ekki til að leita að því. Nákvæmlega ekki neitt.“Önnur lögmál Ingunn finnst þessi hegðun svo ótrúlega dónaleg. „Ég hugsa að ég yrði nú tekin föst ef ég kæmi til Reykjavíkur og færi inn í garð í Bústaðahverfinu og gyrti niður um mig. Ég hugsa að það yrði kallað á lögreglu. Af því að þetta er úti á landi þá er eins og það gildi allt önnur lögmál, enginn einkaréttur og svo framvegis. Ég skil þetta heldur ekki. Ef ég væri í útlöndum þá færi ég ekki upp að einhverju íbúðarhúsi, leysti niður um mig og til að gera þarfir mínar. Bara aldrei! Svo er maður niðri á bensínplaninu og í 200 metra fjarlægð er hótel, bændagisting, kaffihús, salerni. Þau horfa beint á skiltið en samt eru ferðamennirnir sendir upp í garð til okkar.“Uppfært 11:30: Rétt er taka fram að rútan er í eigu Hópferðabíla Akureyrar, en leigð ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun. Framkoma ferðamannanna og fararstjóra er alls ekki á ábyrgð eða vegum Hópferðabíla Akureyrar.Þetta fína fólk frá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun, stoppaði við bensíntankinn hjá okkur í kvöld og sendi alla ú...Posted by Ingunn Snædal on Saturday, 18 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00