Kveikti gróðureld eftir að hafa gengið örna sinna í hrauni Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 12:15 Slökkvilið Borgarbyggðar glímdi við gróðureld í Grábrókarhrauni. Vísir/Jökull Fannar. „Þetta er ekkert öðruvísi en þarna er sagt frá,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, þegar hann er spurður út í gróðureld sem slökkvilið í Borgarbyggð glímdi við í mosa í Grábrókarhrauni um þrjá kílómetra sunnan við Bifröst í morgun.Fréttavefurinn Skessuhorn sagði fyrst frá málinu og þá sér í lagi eldsupptökum en samkvæmt frásögninni sem birtist á vefnum kviknaði eldurinn eftir að ferðamaður gekk örna sinna í hrauninu. Var ferðamaðurinn á reiðhjóli þegar kallið barst en eftir að hafa lokið sér af ákvað hann að kveikja í salernispappírnum eins og honum hafði verið ráðlagt. „Þetta gerist bara svona,“ segir Theodór í samtali við Vísi um málið. „Hann var þarna með vatnsbrúsa og það dugar ekki. Mosinn er mjög þurr þarna og hann missir þetta bara frá sér.“ Theodór segir lögregluna ráðleggja fólki að fara mjög varlega með eld út í náttúrunni, sérstaklega þegar gróður er mjög þurr. „Það hefur ekkert rignt svo lengi. Hvort sem það er einnota grill eða skýjaluktum. Það var hætt komið í stuttu í Norðurárdalnum þegar skýjalukt var sleppt. Það vildi svo til að hún lenti í vatni en ekki þurrum jarðvegi. Þannig að slökkvilið og lögreglan eru mjög á tánum varðandi þurran gróður.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Þetta er ekkert öðruvísi en þarna er sagt frá,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, þegar hann er spurður út í gróðureld sem slökkvilið í Borgarbyggð glímdi við í mosa í Grábrókarhrauni um þrjá kílómetra sunnan við Bifröst í morgun.Fréttavefurinn Skessuhorn sagði fyrst frá málinu og þá sér í lagi eldsupptökum en samkvæmt frásögninni sem birtist á vefnum kviknaði eldurinn eftir að ferðamaður gekk örna sinna í hrauninu. Var ferðamaðurinn á reiðhjóli þegar kallið barst en eftir að hafa lokið sér af ákvað hann að kveikja í salernispappírnum eins og honum hafði verið ráðlagt. „Þetta gerist bara svona,“ segir Theodór í samtali við Vísi um málið. „Hann var þarna með vatnsbrúsa og það dugar ekki. Mosinn er mjög þurr þarna og hann missir þetta bara frá sér.“ Theodór segir lögregluna ráðleggja fólki að fara mjög varlega með eld út í náttúrunni, sérstaklega þegar gróður er mjög þurr. „Það hefur ekkert rignt svo lengi. Hvort sem það er einnota grill eða skýjaluktum. Það var hætt komið í stuttu í Norðurárdalnum þegar skýjalukt var sleppt. Það vildi svo til að hún lenti í vatni en ekki þurrum jarðvegi. Þannig að slökkvilið og lögreglan eru mjög á tánum varðandi þurran gróður.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira