„Allavega ekki að koma ísöld“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2015 13:20 Sævar Helgi Bragason. Vísir/Anton „Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “ Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira