Þorvaldur kastaði upp í klefanum og kemst ekki í sumarbústað til konunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2015 22:32 Þorvaldur Árnason alveg að fara að kasta upp á leið til búningsklefa í hálfleik í vesturbænum í kvöld. vísir/stefán Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira