Íslenski boltinn

Bjarni Jó kveður Sel­foss

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarni stýrði liðinu til sigurs í Fótbolta.net bikarnum á sínu fyrsta tímabili.
Bjarni stýrði liðinu til sigurs í Fótbolta.net bikarnum á sínu fyrsta tímabili.

Knattspyrnudeild Selfoss og Bjarni Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning þjálfarans.

Bjarni tók við liði Selfoss haustið 2023 og kom liðinu upp um deild með mjög svo sannfærandi hætti á sínu fyrsta tímabili, sumarið 2024.

Þá stóð liðið einnig uppi sem sigurvegari Fótbolta.net bikarsins árið 2024 og lyfti titlinum á Laugardalsvelli.

Selfoss féll hins vegar aftur niður um deild, sem voru vonbrigði fyrir félagið eins og kemur fram í tilkynningu knattspyrnudeildar Selfoss.

,,Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til Selfyssinga. Takk fyrir samstarfið og stuðninginn á þessum tíma sem ég hef verið þjálfari. Það hefur verið heiður að vinna með ykkur öllum og eftir sitja fullt af frábærum minningum. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni” segir Bjarni, sem er orðinn 67 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×