Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar fagna eftir sigurinn á Víkingum. Þeir hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár og unnu einnig bikarkeppnina í sumar.
Blikar fagna eftir sigurinn á Víkingum. Þeir hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár og unnu einnig bikarkeppnina í sumar. vísir/ernir

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í tuttugasta sinn eftir sigur á Víkingi, 3-2, á Kópavogsvelli.

Þetta var þriðja tækifæri Breiðabliks til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið tapaði fyrir Stjörnunni og Þrótti í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Fyrri hálfleikurinn í Kópavoginum í kvöld var með fjörugasta móti. Linda Líf Boama kom Víkingum yfir á 7. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Bergþóru Sól Ásmundsdóttir inn fyrir vörn Blika.

Birta Georgsdóttir jafnaði fyrir heimakonur á 29. mínútu með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

Kristín Erla Ó. Johnson kom gestunum aftur yfir á 31. mínútu með skoti fyrir utan vítateig en Birta jafnaði aftur þremur mínútum síðar. Hún fylgdi þá eftir skoti Samönthu Smith sem Eva Ýr Helgadóttir varði.

Staðan var 2-2 í hálfleik en á 51. mínútu skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir markið sem tryggði Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn. Andrea Rut Bjarnadóttir sýndi frábæra takta inni í vítateig Víking og átti skot sem Berglind stýrði með höfðinu í slá og inn.

Klippa: Breiðablik - Víkingur 3-2

Þetta var 23. mark Berglindar í sumar en hún er markahæst í deildinni. Næst á eftir henni kemur Birta með sextán mörk.

Breiðablik hefur unnið sautján af 21 leik sínum í Bestu deildinni og er með sextíu mörk í plús. Víkingur er í 4. sæti með 28 stig.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Verðum nú að fagna þessu aðeins“

„Þetta er svo góð tilfinning. Þetta er súrrealískt,“ segir Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í kjölfar sigurs á Víkingi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×