Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2015 19:12 Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24
Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20
Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36