Auðvelt að fylgjast með Íslandsmótinu frá Sæbrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 13:26 Mynd/Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey Íslandsmót í kænusiglingum hefst í dag í Reykjavík en keppnin fer að þessu sinni fram á sundunum úti fyrir Sæbrautinni. Fjögur siglingarfélög eiga þátttakendur í keppninni í ár. Siglingasvæðið er afmarkað frá Laugarnesi að innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn og því verður auðvelt að fylgjast með keppninni frá ströndinni, til dæmis frá Sólfarinu eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Mótið hefst með skipstjórafundi kl. 15:00 í dag og fyrsta umferð hefst um kl. 17:00. Á laugardag og sunnudag hefst keppni með fundi kl. 9:00. Mótið í ár er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur, en þátttakendur eru frá fjórum siglingafélögum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Fjöldi keppenda er um 25. Keppt er í fjórum flokkum: Optimist A (fyrir lengra komna), Optimist B, Laser Radial og opnum flokki þar sem forgjöf ræður úrslitum. Aðstaða fyrir áhugasama, aðstandendur, gesti og gangandi verður í húsi siglingafélagsins á Ingólfsgarði (bryggjunni aftan við Hörpuna hægra megin). Þar verður heitt á könnunni allan tímann. Keppendur munu sjósetja á rampi á Örfirisey en bátar verða í förum milli staðanna. Formleg keppnisfyrirmæli er að finna á vef Siglingafélags Reykjavíkur, brokey.is en hér fyrir neðan eru einnig nokkrar skýringarmyndir. Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Íslandsmót í kænusiglingum hefst í dag í Reykjavík en keppnin fer að þessu sinni fram á sundunum úti fyrir Sæbrautinni. Fjögur siglingarfélög eiga þátttakendur í keppninni í ár. Siglingasvæðið er afmarkað frá Laugarnesi að innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn og því verður auðvelt að fylgjast með keppninni frá ströndinni, til dæmis frá Sólfarinu eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Mótið hefst með skipstjórafundi kl. 15:00 í dag og fyrsta umferð hefst um kl. 17:00. Á laugardag og sunnudag hefst keppni með fundi kl. 9:00. Mótið í ár er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur, en þátttakendur eru frá fjórum siglingafélögum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Fjöldi keppenda er um 25. Keppt er í fjórum flokkum: Optimist A (fyrir lengra komna), Optimist B, Laser Radial og opnum flokki þar sem forgjöf ræður úrslitum. Aðstaða fyrir áhugasama, aðstandendur, gesti og gangandi verður í húsi siglingafélagsins á Ingólfsgarði (bryggjunni aftan við Hörpuna hægra megin). Þar verður heitt á könnunni allan tímann. Keppendur munu sjósetja á rampi á Örfirisey en bátar verða í förum milli staðanna. Formleg keppnisfyrirmæli er að finna á vef Siglingafélags Reykjavíkur, brokey.is en hér fyrir neðan eru einnig nokkrar skýringarmyndir.
Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira