Messi fékk "bolamynd" af sér með Totti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2015 14:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi var greinilega sáttur með tækifærið að fá mynd af sér með Francesco Totti, fyrirliða Roma, eftir æfingaleik liðanna á Nývangi í Barcelona í gær. Barcelona vann 3-0 sigur á Roma í leiknum og skoraði Lionel Messi annað mark Barcelona-liðsins í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Lionel Messi með Barcelona-liðinu á undirbúningstímabilinu en hann fékk aukafrí vegna þátttöku sinnar í Suður-Ameríkukeppninni. Lionel Messi og Francesco Totti eiga það sameiginlegt að vera andlit sinna félaga en þeir hafa báðir aðeins spilað með einu félagi í meistaraflokki, Messi með Barcelona og Totti með Roma. Francesco Totti lék sinn fyrsta leik með Roma í mars 1993 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Messi var þá aðeins sex ára pjakkur í Argentínu. Eftir leikinn var tekin mynd af þeim Lionel Messi og Francesco Totti saman og Messi skellti henni stoltur inn á Instagram-síðu sína og undir skrifaði hann "A phenomenon" eða "undur" upp á íslenska tungu. Þeir félagar bera greinilega mikla virðingu fyrir hvorum öðrum en eins og sjá má á myndinni þá voru þeir nýbúnir að skipta um treyju. Messi virtist líka vera búinn að jafna sig eftir að hafa misst stjórn á sér í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist skalla franska landsliðsmanninn Mapou Yanga-Mbiwa auk þess að taka hann hálstaki. Myndina má sjá hér fyrir neðan. UN GRANDE !!! Que fenómeno !!! A photo posted by Leo Messi (@leomessi) on Aug 5, 2015 at 4:13pm PDT Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Lionel Messi var greinilega sáttur með tækifærið að fá mynd af sér með Francesco Totti, fyrirliða Roma, eftir æfingaleik liðanna á Nývangi í Barcelona í gær. Barcelona vann 3-0 sigur á Roma í leiknum og skoraði Lionel Messi annað mark Barcelona-liðsins í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Lionel Messi með Barcelona-liðinu á undirbúningstímabilinu en hann fékk aukafrí vegna þátttöku sinnar í Suður-Ameríkukeppninni. Lionel Messi og Francesco Totti eiga það sameiginlegt að vera andlit sinna félaga en þeir hafa báðir aðeins spilað með einu félagi í meistaraflokki, Messi með Barcelona og Totti með Roma. Francesco Totti lék sinn fyrsta leik með Roma í mars 1993 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Messi var þá aðeins sex ára pjakkur í Argentínu. Eftir leikinn var tekin mynd af þeim Lionel Messi og Francesco Totti saman og Messi skellti henni stoltur inn á Instagram-síðu sína og undir skrifaði hann "A phenomenon" eða "undur" upp á íslenska tungu. Þeir félagar bera greinilega mikla virðingu fyrir hvorum öðrum en eins og sjá má á myndinni þá voru þeir nýbúnir að skipta um treyju. Messi virtist líka vera búinn að jafna sig eftir að hafa misst stjórn á sér í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist skalla franska landsliðsmanninn Mapou Yanga-Mbiwa auk þess að taka hann hálstaki. Myndina má sjá hér fyrir neðan. UN GRANDE !!! Que fenómeno !!! A photo posted by Leo Messi (@leomessi) on Aug 5, 2015 at 4:13pm PDT
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30