McIlroy lætur reyna á meiddan ökkla Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Rory á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í sumar. Vísir/getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum. Golf Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum.
Golf Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira