Fylgir því meiri spenna að spila heima á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 11:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í tvö ár. Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í um tvö ár, þegar sveitin kemur fram á tvennum tónleikum í Hörpu annað kvöld og á fimmtudagskvöld. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila, það fylgir því ákveðin spenna sem maður finnur ekki fyrir annars staðar. Maður verður aðeins stressaðri, sem er gott. Heldur manni á tánum,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvari og einn gítarleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, spurður út í tilfinninguna fyrir tónleikunum. Ragnar og félagar hafa verið á tónleikaferð um allan heim undanfarna mánuði og hefur hún að mestu gengið eins og í sögu. „Hingað til hafa hlutir gengið mjög vel. Við erum búin að tækla Norður-Ameríku ansi sterkt, Evrópu, Ástralíu og Japan. Við misstum reyndar bassaleikarann okkar hann Kristján í nokkrar vikur vegna salmonellu en hann er kominn sterkur til baka,“ segir Ragnar spurður út í tónleikaferðina.Fleiri textamyndbönd væntanleg Nýjasta plata sveitarinnar, Beneath the Skin, hefur fengið prýðis dóma í erlendum miðlum og þá hafa textamyndbönd sveitarinnar fengið mikla athygli. Hvaðan kemur hugmyndin að textamyndböndunum? „Sú hugmynd spratt upp að fá mismunandi fólk til að syngja og túlka lögin okkar á sinn hátt. Pælingin fléttast vel við textana á plötunni. Viðfangsefnin eru mannlegri á þessari plötu og það hefur verið bæði áhugavert og lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með alls konar mismunandi fólki á öllum aldri túlka okkar skilaboð,“ útskýrir Ragnar. Sveitin ætlar sér að gera textamyndbönd við öll lögin á plötunni. Fólk á borð við Sigga Sigurjóns, Natalie G. Gunnarsdóttur og Atla Frey Demant hefur komið fram í textamyndböndunum en það er valið af meðlimum sveitarinnar. „Við tökum oftast eitt lag fyrir í einu. Hugsum um manneskjur sem við tengjum við lagið bæði líkamlega og og hvað snertir persónuleika. Hugsum svo hvernig þau gætu túlkað lagið og hvernig við myndum hugsanlega túlka það. Að lokum endum við með nokkur nöfn sem við tékkum á og ef þau er til þá erum við til.“Tilhlökkun Ragnar Þórhallsson úr Of Monsters and Men hlakkar til að spila á Íslandi en segist vera aðeins stressaðri fyrir tónleikum á Íslandi en annars staðar. nordicphotos/gettyÓvenjulegt ástarsamband Fyrir utan textamyndböndin hefur sveitin sent frá sér tvö ný tónlistarmyndbönd við lögin Crystals og Empire, sem hafa einnig fengið mikið lof. Meðlimir sveitarinnar koma fram í myndbandinu við lagið Crystals en þeir koma þó ekki fram í myndbandinu við lagið Empire sem kom út fyrir skömmu. „Hugmyndin var að gera eins konar stuttmynd og okkur fannst það sterkara að vera ekki í myndbandinu. Strax og hljómsveit er í myndbandi þá fer athyglin að dragast að henni og oft er það flott en oft er það líka truflandi. Í þessu tilfelli fannst okkur það geta verið truflandi,“ segir Ragnar. Hvaðan kemur hugmyndin að myndbandinu? „Við vissum að við vildum byggja söguþráðinn á óvenjulegu ástarsambandi s.s. einhverju sem mögulega er litið hornauga í okkar samfélagi. Upprunalega var hugmyndin að sýna samband eldri konu og ungs manns en eftir miklar vangaveltur með leikstjóra myndbandsins, henni Tabitha Denholm, þá var þetta lendingin. Hugmyndin var ekki að sjokkera fólk heldur að sýna að það er fegurð í öllu, líka því sem að bregður frá norminu.“ Skoða alltaf Ísland fyrst Myndbandið var tekið upp í Los Angeles en Ragnar segir sveitina ávallt skoða möguleikana á Ísland við framleiðslu á svona hlutum. „Við byrjum oftast á því að kanna möguleikana á að gera svona hluti á Íslandi. Hingað til hafa öll textamyndböndin okkar og hitt tónlistarmyndbandið fyrir nýju plötuna okkar verið tekin á Íslandi. Í þetta skipti hentaði það ekki mjög vel. Við unnum með leikstjóranum Tabitha Denholm. Hún hefur aðsetur í Los Angeles og vinnur mikið þaðan. Það hentaði því best að gera þetta verkefni þar,“ segir Ragnar. Tónlist Tengdar fréttir OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00 Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00 Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42 Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17 Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37 Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í um tvö ár, þegar sveitin kemur fram á tvennum tónleikum í Hörpu annað kvöld og á fimmtudagskvöld. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila, það fylgir því ákveðin spenna sem maður finnur ekki fyrir annars staðar. Maður verður aðeins stressaðri, sem er gott. Heldur manni á tánum,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvari og einn gítarleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, spurður út í tilfinninguna fyrir tónleikunum. Ragnar og félagar hafa verið á tónleikaferð um allan heim undanfarna mánuði og hefur hún að mestu gengið eins og í sögu. „Hingað til hafa hlutir gengið mjög vel. Við erum búin að tækla Norður-Ameríku ansi sterkt, Evrópu, Ástralíu og Japan. Við misstum reyndar bassaleikarann okkar hann Kristján í nokkrar vikur vegna salmonellu en hann er kominn sterkur til baka,“ segir Ragnar spurður út í tónleikaferðina.Fleiri textamyndbönd væntanleg Nýjasta plata sveitarinnar, Beneath the Skin, hefur fengið prýðis dóma í erlendum miðlum og þá hafa textamyndbönd sveitarinnar fengið mikla athygli. Hvaðan kemur hugmyndin að textamyndböndunum? „Sú hugmynd spratt upp að fá mismunandi fólk til að syngja og túlka lögin okkar á sinn hátt. Pælingin fléttast vel við textana á plötunni. Viðfangsefnin eru mannlegri á þessari plötu og það hefur verið bæði áhugavert og lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með alls konar mismunandi fólki á öllum aldri túlka okkar skilaboð,“ útskýrir Ragnar. Sveitin ætlar sér að gera textamyndbönd við öll lögin á plötunni. Fólk á borð við Sigga Sigurjóns, Natalie G. Gunnarsdóttur og Atla Frey Demant hefur komið fram í textamyndböndunum en það er valið af meðlimum sveitarinnar. „Við tökum oftast eitt lag fyrir í einu. Hugsum um manneskjur sem við tengjum við lagið bæði líkamlega og og hvað snertir persónuleika. Hugsum svo hvernig þau gætu túlkað lagið og hvernig við myndum hugsanlega túlka það. Að lokum endum við með nokkur nöfn sem við tékkum á og ef þau er til þá erum við til.“Tilhlökkun Ragnar Þórhallsson úr Of Monsters and Men hlakkar til að spila á Íslandi en segist vera aðeins stressaðri fyrir tónleikum á Íslandi en annars staðar. nordicphotos/gettyÓvenjulegt ástarsamband Fyrir utan textamyndböndin hefur sveitin sent frá sér tvö ný tónlistarmyndbönd við lögin Crystals og Empire, sem hafa einnig fengið mikið lof. Meðlimir sveitarinnar koma fram í myndbandinu við lagið Crystals en þeir koma þó ekki fram í myndbandinu við lagið Empire sem kom út fyrir skömmu. „Hugmyndin var að gera eins konar stuttmynd og okkur fannst það sterkara að vera ekki í myndbandinu. Strax og hljómsveit er í myndbandi þá fer athyglin að dragast að henni og oft er það flott en oft er það líka truflandi. Í þessu tilfelli fannst okkur það geta verið truflandi,“ segir Ragnar. Hvaðan kemur hugmyndin að myndbandinu? „Við vissum að við vildum byggja söguþráðinn á óvenjulegu ástarsambandi s.s. einhverju sem mögulega er litið hornauga í okkar samfélagi. Upprunalega var hugmyndin að sýna samband eldri konu og ungs manns en eftir miklar vangaveltur með leikstjóra myndbandsins, henni Tabitha Denholm, þá var þetta lendingin. Hugmyndin var ekki að sjokkera fólk heldur að sýna að það er fegurð í öllu, líka því sem að bregður frá norminu.“ Skoða alltaf Ísland fyrst Myndbandið var tekið upp í Los Angeles en Ragnar segir sveitina ávallt skoða möguleikana á Ísland við framleiðslu á svona hlutum. „Við byrjum oftast á því að kanna möguleikana á að gera svona hluti á Íslandi. Hingað til hafa öll textamyndböndin okkar og hitt tónlistarmyndbandið fyrir nýju plötuna okkar verið tekin á Íslandi. Í þetta skipti hentaði það ekki mjög vel. Við unnum með leikstjóranum Tabitha Denholm. Hún hefur aðsetur í Los Angeles og vinnur mikið þaðan. Það hentaði því best að gera þetta verkefni þar,“ segir Ragnar.
Tónlist Tengdar fréttir OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00 Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00 Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42 Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17 Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37 Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00
Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00
Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42
Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17
Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37
Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00