Gunnar fær líklegast bara einn bardaga til viðbótar í ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Gunnar í bardaganum gegn Brandon Thatch. Vísir/Getty Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40