YouTube-spjótkastarinn sem sló í gegn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2015 10:30 Yego grýtti spjótinu 92,72 metra. vísir/getty Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira