Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Heimir Már Pétursson skrifar 25. ágúst 2015 20:03 Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur. Flóttamenn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur.
Flóttamenn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira