„Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Andrés Indriðason Vísir/Arnþór „Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga. Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga.
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum