„Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Andrés Indriðason Vísir/Arnþór „Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira