Rússar sagðir berjast í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 13:10 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. V'isir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira