Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:58 Sýrlenskir flóttamenn í Makedóníu. vísir/getty Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“