„Nú kemur stríðið gangandi til okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 22:15 Gríðarlegur fjöldi flóttamanna streymir til Evrópu. Vísir/AFP „Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21
Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23