Ísland dýrt fyrir alla nema Norðmenn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2015 07:00 Kaj-Tore Nilsen segir verðlag á Íslandi sanngjarnt og alls ekki svo hátt – að minnsta kosti ekki miðað við föðurland hans Noreg. vísir/anton brink Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira