Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 10:24 Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Vísir/Vilhelm Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015 Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015
Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00