Efast um áframhald Schengen-samstarfsins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 14:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira