Fagnar fertugsafmælinu með fjölskyldunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. september 2015 09:00 Barði hefur gaman af því að halda veislur þegar tími gefst til og segir þrítugsafmælið hafa verið eftirminnilegt. Mynd/LisaRoze Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“ Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“
Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00
Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30
Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55
Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00