Ást fyrir alla Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun