Hvaðan flýr fólk Toshiki Toma skrifar 24. september 2015 11:15 Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar