Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 21. september 2015 21:30 Það skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Daníel Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?