Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. september 2015 19:23 Bjarni er undir pressu eftir slakt gengi að undanförnu. vísir/anton „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira