Viljum verða besta lið landsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2015 07:00 Hrafnhildur hleður hér í skot gegn Fylki. Vísir/Valli Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita