Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 12:12 Alls bíða nú fjórtán börn hælisleitenda þess að komast inn í skóla. Þrjú fengu inngöngu í dag eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. Fundað verður um málið í næstu viku. „Þetta er alvarlegt mál. Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af þeirra réttindum, og mikilvægur þáttur í þeirra þroska,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir svörum frá Útlendingastofnun um hversu mörg börn hælisleitenda á grunnskólaaldri hér á landi hafi ekki fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. „Við fengum upplýsingar um að börnin væru alls sautján,“ segir Margrét. Þrjú þeirra fengu inni í grunnskóla í dag, eftir að frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Hún segir að svar Útlendingastofnunar hafi verið á þá leið að verið væri að leita leiða hvernig ætti að vinna mál sem þessi.Sjá einnig: Systkinin þrjú komin inni í grunnskóla „Við fundum snemma í október og þar munum við spyrja spurninga, leita upplýsinga og reyna að koma þeim á framfæri. Umræðan um þetta er mjög mikilvæg og við fögnum henni. Mér finnst mjög líklegt að þetta verði eitt af stóru málaflokkunum í vetur, þ.e börn hælisleitenda,“ segir Margrét. Ekki náðist í Útlendingastofnun við vinnslu þessarar fréttar og liggur því ekki fyrir hvort búið sé að sækja um skólavist fyrir börnin fjórtán. Þau svör fengust í gær að stofnunin hefði sér lítið til málsbóta, en það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og að vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. Fundað verður um málið í næstu viku. „Þetta er alvarlegt mál. Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af þeirra réttindum, og mikilvægur þáttur í þeirra þroska,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir svörum frá Útlendingastofnun um hversu mörg börn hælisleitenda á grunnskólaaldri hér á landi hafi ekki fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. „Við fengum upplýsingar um að börnin væru alls sautján,“ segir Margrét. Þrjú þeirra fengu inni í grunnskóla í dag, eftir að frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Hún segir að svar Útlendingastofnunar hafi verið á þá leið að verið væri að leita leiða hvernig ætti að vinna mál sem þessi.Sjá einnig: Systkinin þrjú komin inni í grunnskóla „Við fundum snemma í október og þar munum við spyrja spurninga, leita upplýsinga og reyna að koma þeim á framfæri. Umræðan um þetta er mjög mikilvæg og við fögnum henni. Mér finnst mjög líklegt að þetta verði eitt af stóru málaflokkunum í vetur, þ.e börn hælisleitenda,“ segir Margrét. Ekki náðist í Útlendingastofnun við vinnslu þessarar fréttar og liggur því ekki fyrir hvort búið sé að sækja um skólavist fyrir börnin fjórtán. Þau svör fengust í gær að stofnunin hefði sér lítið til málsbóta, en það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og að vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00