Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hótar hungurverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:48 Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Vísir/EPA Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12
Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31
Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00