Bergsveinn: FH heillaði meira en KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 12:09 Bergsveinn með Jón Rúnari Halldórssyni formanni. Vísir/Stefán Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06
FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59
Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45