Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 06:45 Kristinn fékk þrívegis níu í einkunn frá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. vísir/valli Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira