Sigmundur Davíð segir engan hafa misskilið orð sín um SDG í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 15:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“ Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“
Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25