Gunnleifur: Líklega mitt besta tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2015 16:29 Vísir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45