Norrænir tónar í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2015 08:00 Tríó DaNoIs spilar meðal annars nýtt verk eftir norska tónskáldið Morten Gaathaug á morgun. Uldis Muzikants Art Museum Riga Bourse „Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“ Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira