Segir ekki koma til greina að skattgreiðendur borgi fyrir skussana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2015 12:05 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Andri Marinó Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira