Tilbúin til að bjóða Albönunum vinnu á Gló Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 14:33 Solla til vinstri og Hasan, Alketa og börnin til hægri. mynd/solla og vísir/gva „Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
„Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14