Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 12:00 Þorsteinn Pálsson. Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira