Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 76-74 | Ljónin mörðu nýliðana í framlengingu Styrmir Gauti Fjeldsted í Ljónagryfjunni skrifar 16. október 2015 21:45 Logi Gunnarsson setti stór skot undir restina. vísir/daníel Njarðvíkingar unnu fyrsta leik tímabilsins þegar þeir lögðu Hött í æsispennandi leik eftir framlengingu 76-74 í Ljónagryfjunni í kvöld. Hattarmenn byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 9-0 í upphafi leiks og virkuðu Njarðvíkingar ekki tilbúnir. Carberry byrjaði mjög öflugur og áttu Njarðvíkingar í stökustu vandræðum með hann. Ólafur Helgi setti fyrstu stig Njarðvíkur þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Hattarmenn réðu lögum og lofum í fyrsta leikhluta og þegar ein mínúta var eftir af 1.leikhluta var staðan 7-19 fyrir Hattarmönnum. Njarðvík tókst þó að enda leikhlutann vel og minnkað Simmons muninn í 14-19 um leið og flautann gall. 14-19 Hetti í vil að loknum fyrsta leikhluta. Helgi Björnsson sem Höttur fékk frá Haukum fyrir þetta tímabil var að spila hörku vörn á Bandaríkjamann Njarðvíkur og gekk honum illa að komast í gott skotfæri. Mirko Virijevic sem lék með Njarðvík á seinasta tímabili byrjaði annan leikhlutann með þristi en fékk svo á sig tvær villur og þurfti hann því að fá sér sæti á bekkinn. Njarðvík gerði vel í byrjun annars leikhluta og sóttu þeir grimmt að körfu Hattar sem olli því að þeir voru komnir í skotrétt þegar 6 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Á hinum enda vallarins var Oddur Pétursson að gera mjög vel í að dekka Carberry. Carberry skoraði seinustu körfu hálfleiksins þegar hann kom Hattarmönnum fjórum stigum yfir og staðan í hálfleik 27-31 fyrir Hetti og var mikill haustbragur yfir leik beggja liða. Höttur var að spila hörkuvörn í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu mjög vel í því að loka teignum og að sama skapi voru Njarðvíkingar að hitta afleitlega fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var greinilegt að Friðrik Ingi þjálfari Njarðvíkur sagði sínum mönnum að keyra meira upp á körfuna þar sem fyrstu fjórar körfur þeirra í seinni hálfleik voru sniðskot. Sigmar Hákonarson skoraði svo seinustu stig 3.leikhluta þegar hann setti niður tvö vítaskot og staðan 45-43 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhluti byrjaði fremur rólega og skoraði Njarðvík fyrstu stig sín þegar þrjár mínútur voru liðnar af 4.leikhluta. Þegar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhuta kveiknaði á Simmons þegar hann setti þrjár körfur í röð og fiskaði ruðning og fimmtu villuna á Mirko. Staðan þarna 54-52 og 3 mínútur eftir af leiknum. Lokaspretturinn einkenndist mest megnis af töpuðum boltum og klúðruðum skotum og það var varla að Njarðvík næði skoti á körfuna um tíma. Hattarmenn voru að gera vel í að pressa Njarðvík sem töpuðu boltanum í gríð og erg. Þegar 19 sekúndur voru eftir kom Eysteinn Hattarmönnum þrem stigum yfir og hluturnir litu ágætlega út fyrir Hött. Logi skoraði snögga körfu áður en Carberry fór á vítalínuna og kom Hattarmönnum tvem stigum yfir. Þegar fimm sekúndur eru eftir af leiknum skorar Logi úr ævintýralegu skoti úr horninu og jafnar leikinn. Hattarmenn taka leikhlé og nær Carberry góðu skoti fyrir leiknum sem geigar. Fyrir framlenginuna hafði Njarðvík hit úr 3/17 þriggja stiga skotum sínum en þeir byrjuðu hins vegar framlenginguna með þrem slíkum og komust yfir 69-62. Hattarmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en leikmenn Njarðvíkur voru ískaldir á vítalínunni og ber að hrósa Jóni Arnóri sem var hvergi banginn í framlengunni og setti niður tvö dýrmæt víti í lok leiks og 76-74 sigur Njarðvíkinga staðreynd. Stigahæstur í liði Njarðvíkur voru Logi Gunnarsson með 17 stig. Nýr bandaríkjamaður Njarðíkur, Simmons skoraði 14 stig auk þess að taka 13 fráköst. Hann leit vel út á köflum og verður væntanlega betri þegar hann hefur náð að æfa betur með liðinu. Stigahæstur í liði Hattar voru Carberry með 30 stig, 16 fráköst og 5 stolna Þetta er hörku leikmaður og munu mörg lið lenda í vandræðum með hann. Mirko skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en spilaði þó einungis 23 mínútur vegna villuvandræða.Friðrik Ingi: Óánægður með varnarleikinn Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með að ná í sigur í fyrsta leik tímabilsins. „Já ég er bara mjög sáttur að ná að landa sigri í fyrsta leik, það er það sem skiptir mestu máli. Það er mjög mikilvægt að mæta í alla leiki með það í huga að sex liða tapa og sex liða vinna í hverri umferð,“ sagði hann. „Ég var mjög óánægður með varnaleik minna manna fyrstu fimm mínúturnar en nokkuð sáttu með varnaleikinn eftir það.“ „Sóknarleikur okkar var pínu flatur í fyrri hálfleik, mikið um fljótfærni og menn ekki á réttum stöðum. Það eru búnar að vera smá áherslubreytingar á hópnum okkar og fannst mér það sjást á sóknaleik okkar,“ sagði Friðrik Ingi. Njarðvíkingar misstu Stefan Bonneau í meiðsli fyrir mót og byrjaði því Logi Gunnarsson sem ás í þessum leik. „á hann(Logi) verður í þessari stöðu allavega eitthvað í vetur. Svo erum við líka með Jón (Arnór) sem sýndi það í kvöld að hann er mikill efniviður,“s sagði Friðrik. Njarðvík fékk til sín Bandaríkjamanninn Marquise Simmons rétt fyrir mót og skilaði hann ágætri frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hann koma ágætlega út. Mér fannst honum ekki vera gerður mikill greiði, vorum mikið að þröngva boltanum inn á hann í vonlausum stöðum og það er eitthvað sem mun batna með tímanum.“ Viðar: Ekki sáttur Viðar Örn Hafsteinsson var ekki sáttur í leikslok eins og við var að búast enda voru Hattarmenn í bullandi séns að vinna þennan leik. „Ég er ekki sáttur. Við erum ekki í þessu til að tapa. En það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik sem við verðum að taka með okkur í framhaldið,“ sagði Viðar Örn. Höttur spilaði stórgóðan varnaleik í kvöld og sagði Viðar að það hafi verið mikil áhersla á varnaleikinn fyrir leikinn í kvöld. „Við ætluðum að koma hingað og spila hörku varnaleik. Við vissum það að við yrðum að stoppa Loga og kanann hjá þeim. Mér fannst það takast ágætlega og í raun bara mjög vel framan af leiks. En mér fannst klárlega vítaskotin fara með okkur í kvöld. En við hittum einungis úr 19/33 vítum okkar. Við fengum fullt af opnum og góðum skotum sem fara bara niður í næsta leik.“ Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkur átti fínan leik í kvöld og spilaði hann sem ás í kvöld Hann var ánægður með að vinna fyrsta leikinn. „Já ég er ánægður að vinna leikinn í framlengingu, í leik sem við gátum klárlega tapað á móti hörkuliði. Þeir eru auðvitað nýliðar og komu því mjög hungraðir inn í þennan leik og við á sama tíma ryðgaðir, nýbúnir að breyta smá leikskipulagi okkar. En þetta reddaðist og við spiluðum framlenginuna vel,“ sagði Viðar.Njarðvík-Höttur 76-74 (14-19, 13-12, 18-12, 15-17, 16-14)Njarðvík: Logi Gunnarsson 17/6 fráköst, Marquise Simmons 14/13 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 9/8 fráköst/5 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/8 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/5 fráköst.Höttur: Tobin Carberry 30/16 fráköst/5 stolnir, Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/8 fráköst, Hallmar Hallsson 6, Helgi Björn Einarsson 5/8 fráköst, Sigmar Hákonarson 1, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 1.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Njarðvíkingar unnu fyrsta leik tímabilsins þegar þeir lögðu Hött í æsispennandi leik eftir framlengingu 76-74 í Ljónagryfjunni í kvöld. Hattarmenn byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 9-0 í upphafi leiks og virkuðu Njarðvíkingar ekki tilbúnir. Carberry byrjaði mjög öflugur og áttu Njarðvíkingar í stökustu vandræðum með hann. Ólafur Helgi setti fyrstu stig Njarðvíkur þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Hattarmenn réðu lögum og lofum í fyrsta leikhluta og þegar ein mínúta var eftir af 1.leikhluta var staðan 7-19 fyrir Hattarmönnum. Njarðvík tókst þó að enda leikhlutann vel og minnkað Simmons muninn í 14-19 um leið og flautann gall. 14-19 Hetti í vil að loknum fyrsta leikhluta. Helgi Björnsson sem Höttur fékk frá Haukum fyrir þetta tímabil var að spila hörku vörn á Bandaríkjamann Njarðvíkur og gekk honum illa að komast í gott skotfæri. Mirko Virijevic sem lék með Njarðvík á seinasta tímabili byrjaði annan leikhlutann með þristi en fékk svo á sig tvær villur og þurfti hann því að fá sér sæti á bekkinn. Njarðvík gerði vel í byrjun annars leikhluta og sóttu þeir grimmt að körfu Hattar sem olli því að þeir voru komnir í skotrétt þegar 6 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Á hinum enda vallarins var Oddur Pétursson að gera mjög vel í að dekka Carberry. Carberry skoraði seinustu körfu hálfleiksins þegar hann kom Hattarmönnum fjórum stigum yfir og staðan í hálfleik 27-31 fyrir Hetti og var mikill haustbragur yfir leik beggja liða. Höttur var að spila hörkuvörn í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu mjög vel í því að loka teignum og að sama skapi voru Njarðvíkingar að hitta afleitlega fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var greinilegt að Friðrik Ingi þjálfari Njarðvíkur sagði sínum mönnum að keyra meira upp á körfuna þar sem fyrstu fjórar körfur þeirra í seinni hálfleik voru sniðskot. Sigmar Hákonarson skoraði svo seinustu stig 3.leikhluta þegar hann setti niður tvö vítaskot og staðan 45-43 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhluti byrjaði fremur rólega og skoraði Njarðvík fyrstu stig sín þegar þrjár mínútur voru liðnar af 4.leikhluta. Þegar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhuta kveiknaði á Simmons þegar hann setti þrjár körfur í röð og fiskaði ruðning og fimmtu villuna á Mirko. Staðan þarna 54-52 og 3 mínútur eftir af leiknum. Lokaspretturinn einkenndist mest megnis af töpuðum boltum og klúðruðum skotum og það var varla að Njarðvík næði skoti á körfuna um tíma. Hattarmenn voru að gera vel í að pressa Njarðvík sem töpuðu boltanum í gríð og erg. Þegar 19 sekúndur voru eftir kom Eysteinn Hattarmönnum þrem stigum yfir og hluturnir litu ágætlega út fyrir Hött. Logi skoraði snögga körfu áður en Carberry fór á vítalínuna og kom Hattarmönnum tvem stigum yfir. Þegar fimm sekúndur eru eftir af leiknum skorar Logi úr ævintýralegu skoti úr horninu og jafnar leikinn. Hattarmenn taka leikhlé og nær Carberry góðu skoti fyrir leiknum sem geigar. Fyrir framlenginuna hafði Njarðvík hit úr 3/17 þriggja stiga skotum sínum en þeir byrjuðu hins vegar framlenginguna með þrem slíkum og komust yfir 69-62. Hattarmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en leikmenn Njarðvíkur voru ískaldir á vítalínunni og ber að hrósa Jóni Arnóri sem var hvergi banginn í framlengunni og setti niður tvö dýrmæt víti í lok leiks og 76-74 sigur Njarðvíkinga staðreynd. Stigahæstur í liði Njarðvíkur voru Logi Gunnarsson með 17 stig. Nýr bandaríkjamaður Njarðíkur, Simmons skoraði 14 stig auk þess að taka 13 fráköst. Hann leit vel út á köflum og verður væntanlega betri þegar hann hefur náð að æfa betur með liðinu. Stigahæstur í liði Hattar voru Carberry með 30 stig, 16 fráköst og 5 stolna Þetta er hörku leikmaður og munu mörg lið lenda í vandræðum með hann. Mirko skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en spilaði þó einungis 23 mínútur vegna villuvandræða.Friðrik Ingi: Óánægður með varnarleikinn Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með að ná í sigur í fyrsta leik tímabilsins. „Já ég er bara mjög sáttur að ná að landa sigri í fyrsta leik, það er það sem skiptir mestu máli. Það er mjög mikilvægt að mæta í alla leiki með það í huga að sex liða tapa og sex liða vinna í hverri umferð,“ sagði hann. „Ég var mjög óánægður með varnaleik minna manna fyrstu fimm mínúturnar en nokkuð sáttu með varnaleikinn eftir það.“ „Sóknarleikur okkar var pínu flatur í fyrri hálfleik, mikið um fljótfærni og menn ekki á réttum stöðum. Það eru búnar að vera smá áherslubreytingar á hópnum okkar og fannst mér það sjást á sóknaleik okkar,“ sagði Friðrik Ingi. Njarðvíkingar misstu Stefan Bonneau í meiðsli fyrir mót og byrjaði því Logi Gunnarsson sem ás í þessum leik. „á hann(Logi) verður í þessari stöðu allavega eitthvað í vetur. Svo erum við líka með Jón (Arnór) sem sýndi það í kvöld að hann er mikill efniviður,“s sagði Friðrik. Njarðvík fékk til sín Bandaríkjamanninn Marquise Simmons rétt fyrir mót og skilaði hann ágætri frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hann koma ágætlega út. Mér fannst honum ekki vera gerður mikill greiði, vorum mikið að þröngva boltanum inn á hann í vonlausum stöðum og það er eitthvað sem mun batna með tímanum.“ Viðar: Ekki sáttur Viðar Örn Hafsteinsson var ekki sáttur í leikslok eins og við var að búast enda voru Hattarmenn í bullandi séns að vinna þennan leik. „Ég er ekki sáttur. Við erum ekki í þessu til að tapa. En það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik sem við verðum að taka með okkur í framhaldið,“ sagði Viðar Örn. Höttur spilaði stórgóðan varnaleik í kvöld og sagði Viðar að það hafi verið mikil áhersla á varnaleikinn fyrir leikinn í kvöld. „Við ætluðum að koma hingað og spila hörku varnaleik. Við vissum það að við yrðum að stoppa Loga og kanann hjá þeim. Mér fannst það takast ágætlega og í raun bara mjög vel framan af leiks. En mér fannst klárlega vítaskotin fara með okkur í kvöld. En við hittum einungis úr 19/33 vítum okkar. Við fengum fullt af opnum og góðum skotum sem fara bara niður í næsta leik.“ Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkur átti fínan leik í kvöld og spilaði hann sem ás í kvöld Hann var ánægður með að vinna fyrsta leikinn. „Já ég er ánægður að vinna leikinn í framlengingu, í leik sem við gátum klárlega tapað á móti hörkuliði. Þeir eru auðvitað nýliðar og komu því mjög hungraðir inn í þennan leik og við á sama tíma ryðgaðir, nýbúnir að breyta smá leikskipulagi okkar. En þetta reddaðist og við spiluðum framlenginuna vel,“ sagði Viðar.Njarðvík-Höttur 76-74 (14-19, 13-12, 18-12, 15-17, 16-14)Njarðvík: Logi Gunnarsson 17/6 fráköst, Marquise Simmons 14/13 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 9/8 fráköst/5 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/8 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/5 fráköst.Höttur: Tobin Carberry 30/16 fráköst/5 stolnir, Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/8 fráköst, Hallmar Hallsson 6, Helgi Björn Einarsson 5/8 fráköst, Sigmar Hákonarson 1, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 1.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira