Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 17:47 Ljósmæður eiga ekki inni laun hjá ríkinu samkvæmt Félagsdómi. vísir/valli Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40