Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 15:00 Sylvía Rún Hálfdanardóttir mætir eldri systur sinni í kvöld. Vísir/Anton Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn