„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Þórhildur Þorkelsdóttir og Telma Tómasson skrifar 13. október 2015 18:30 Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. Mirjam Foekje van Twuijver kom hingað til lands þriðja apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam ásamt 17 ára dóttur sinni. Við tollaeftirlit fundust í ferðatöskum þeirra rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Voru þær handteknar í kjölfarið.Sjá einnig: Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinniMirjam játaði að hafa flutt efnin til landsins sem fundust í hennar farangri en neitar að hafa haft vitneskju um efnin sem fundust í tösku dóttur hennar. Dótturinni var sleppt skömmu síðar en Mirjam var ákærð í málinu. Hún segist hafa verið stórskuldug, heimilislaus, lifað í ofbeldisheimi og talið þetta auðvelda leið til að bæta stöðu sína. Annað kom á daginn. „Á hverjum degi fer hún í gegnum huga minn – myndin – á hverjum degi. Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Hvernig gat ég verið svo trúgjörn? En á þessum tímapunkti gat ég ekki annað. Ég gat ekki snúið við,“ segir Mirjam. Mirjam var strax samvinnuþýð og sagði lögreglu frá fyrirmælum skipuleggjenda smyglsins. Í framhaldinu tók hún þátt í tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni í Reykjavík. Á þessum tímapunkti höfðu vaknað upp grunsemdir hjá skipuleggjendum smyglsins, bæði í Hollandi og á Íslandi, um að þær mægður hefðu verið handteknar og þurfti hún sannfæra þá um hið gagnstæða. „Hann bað mig um að hósta ef lögreglan væri við hlið mér, en ég gerði það ekki. Hann hringdi svo í mig nokkrum sinnum. Í fyrstu vildi hann að ég færi með töskuna í einhvern almenningsgarð í Reykjavík, legði hana frá mér og gengi í burtu, en lögreglan sagði mér að það gengi ekki og sagði mér að sannfæra hann um að koma á hótelið,“ segir Mirjam. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp 11 ára dóm yfir henni í síðustu viku. Sannað var fyrir dómi að Mirjam hafi verið burðardýr. Refsiramminn er tólf ár og dómurinn því einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi.Sjá einnig: Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar„Ég greindi frá öllu sem ég vissi. Ég hjálpaði til við allt sem ég gat. Og í verðlaun fæ ég ellefu ár. Það er mjög þungbært. En það eru ekki aðeins þessi ellefu ár. Þegar ég fer aftur til Hollands byrjar refsing mín fyrir alvöru því ég þarf hér eftir alltaf að horfa mér um öxl. Ég hef ekki að neinu að hverfa í Hollandi,“ segir Mirjam. Hún segist gera sér grein fyrir að brot hennar sé saknæmt og firrir sig ekki ábyrgð. Hún telur þó að þung refsing í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld geti komið í veg fyrir að önnur burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum í framtíðinni. Hún sé ekki síðasta burðardýrið sem fari á milli Hollands og Íslands. „Ég er alls ekki sú eina sem notuð er til að flytja fíkniefni hingað til lands.“ Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun, fréttum okkar annað kvöld og í Íslandi í dag annað kvöld. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. Mirjam Foekje van Twuijver kom hingað til lands þriðja apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam ásamt 17 ára dóttur sinni. Við tollaeftirlit fundust í ferðatöskum þeirra rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Voru þær handteknar í kjölfarið.Sjá einnig: Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinniMirjam játaði að hafa flutt efnin til landsins sem fundust í hennar farangri en neitar að hafa haft vitneskju um efnin sem fundust í tösku dóttur hennar. Dótturinni var sleppt skömmu síðar en Mirjam var ákærð í málinu. Hún segist hafa verið stórskuldug, heimilislaus, lifað í ofbeldisheimi og talið þetta auðvelda leið til að bæta stöðu sína. Annað kom á daginn. „Á hverjum degi fer hún í gegnum huga minn – myndin – á hverjum degi. Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Hvernig gat ég verið svo trúgjörn? En á þessum tímapunkti gat ég ekki annað. Ég gat ekki snúið við,“ segir Mirjam. Mirjam var strax samvinnuþýð og sagði lögreglu frá fyrirmælum skipuleggjenda smyglsins. Í framhaldinu tók hún þátt í tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni í Reykjavík. Á þessum tímapunkti höfðu vaknað upp grunsemdir hjá skipuleggjendum smyglsins, bæði í Hollandi og á Íslandi, um að þær mægður hefðu verið handteknar og þurfti hún sannfæra þá um hið gagnstæða. „Hann bað mig um að hósta ef lögreglan væri við hlið mér, en ég gerði það ekki. Hann hringdi svo í mig nokkrum sinnum. Í fyrstu vildi hann að ég færi með töskuna í einhvern almenningsgarð í Reykjavík, legði hana frá mér og gengi í burtu, en lögreglan sagði mér að það gengi ekki og sagði mér að sannfæra hann um að koma á hótelið,“ segir Mirjam. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp 11 ára dóm yfir henni í síðustu viku. Sannað var fyrir dómi að Mirjam hafi verið burðardýr. Refsiramminn er tólf ár og dómurinn því einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi.Sjá einnig: Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar„Ég greindi frá öllu sem ég vissi. Ég hjálpaði til við allt sem ég gat. Og í verðlaun fæ ég ellefu ár. Það er mjög þungbært. En það eru ekki aðeins þessi ellefu ár. Þegar ég fer aftur til Hollands byrjar refsing mín fyrir alvöru því ég þarf hér eftir alltaf að horfa mér um öxl. Ég hef ekki að neinu að hverfa í Hollandi,“ segir Mirjam. Hún segist gera sér grein fyrir að brot hennar sé saknæmt og firrir sig ekki ábyrgð. Hún telur þó að þung refsing í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld geti komið í veg fyrir að önnur burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum í framtíðinni. Hún sé ekki síðasta burðardýrið sem fari á milli Hollands og Íslands. „Ég er alls ekki sú eina sem notuð er til að flytja fíkniefni hingað til lands.“ Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun, fréttum okkar annað kvöld og í Íslandi í dag annað kvöld.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18