Pavel: Get varla hreyft mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 13:00 Pavel Ermolinskij verður frá næstu vikurnar. vísir/þórdís Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn