Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:00 Haukur Helgi og Logi fyrir framan unga iðkendur í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Víkurfréttir Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira