„Löggan bissí við að kanna kannabis í pissi“ Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 13:34 Guðmundur Steingrímsson segir þá refsistefnu sem fylgt er í fíknefnamálum gera illt verra og eyðileggja líf fjölda fólks. Ólöf Nordal innanríkisráðherra þarf að taka afstöðu til málsins fyrr en seinna. vísir/getty Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira