Segir lekann koma frá Landspítala Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2015 09:00 Hjónin nýttu sér fósturskimun og fæðingarhjálp á Kvennadeild Landspítalans. vísir/vilhelm „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira