Yfirlækni hótað uppsögn fyrir að styðja verkfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 08:15 Gunnar Ingi Gunnarsson er yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ. Vísir/Heiða Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12