Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2015 14:15 Óskar Örn er hér lengst til hægri er hann samdi við Hermann Hreiðarsson og David James um þjálfa Eyjaliðið. vísir/vilhelm ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43